Um verkefnið

Ágrip verkefnisins

Verkefnið er húseiningar sem hægt er að raða saman á áður óþekktan hátt. Lykilatriði verkefnisins eru tengipunktar sem alltaf eru eins með sama millibili og er því náð með því að lengd eininga er alltaf margfeldi að breidd þeirra. Breidd eininganna er 2.55m sem er leyfileg farmbreidd á vegakerfi Evrópu en sú breidd er ráðandi á heimsvísu.

Með þessu fyrirkomulagi verða samsetningarmöguleikarnir nánast óþrjótandi en eina takmörkunin er að allar grunnstærðir þurfa að ganga upp í 2,55m sem er grunnstærð eininganna.

Með innleiðingu slíks kerfis opnast áður óþekktir möguleikar í notkun rýmiseininga.

Einingarnar eru síðan einangraðar að utan með samlokueiningum og klæddar með hefðbundnum klæðningarkerfum þannig að hver og einn getur fengið þann frágang sem hann vill án þess að það hafi nokkur áhrif á notkun einingakerfisins.

Einingakerfið er á þann hátt byggingarefni en ekki lokaniðurstaða á útliti húsa.

Bakgrunnur og forsaga

Stórir framleiðendur erlendis hafa framleitt tilbúnar húseiningar fyrir stór verkefni. Hér á Íslandi var reist stórt hótel úr einingum sem framleiddar voru hjá kínverska framleiðandanum CIMC Modular Building sem er stærsti gámaframleiðandi í heimi. Einingarnar voru framleiddar eftir máli með öllum búnaði og fluttar til landsins með skipum til uppsetningar á byggingarstað og ekki opnað inn á herbergin fyrr en allt var tilbúið. Hagkvæmni næst hins vegar ekki með þessari aðferð nema byggðar séu um 150 einingar eða fleiri. Þá eru þær framleiddar eftir þeim forskriftum sem kaupandinn tilgreinir og henta því einungis í stærri verkefni.

Húsbyggingaraðferð sem byggist á stöðluðum rýmiseiningum, sem raða má saman að vild er hins vegar nýlunda sem þetta verkefni byggist á. Hliðstæðan við Lego kubba er augljós. Þeir eru yfirleitt með tveim tökkum á skammhlið, en á langhliðinni eru tveir, fjórir eða jafnvel sex eða fleiri takkar. Það er sama hvernig kubb er snúið, hann passar alltaf við hliðina á eða ofan á aðra kubba. Áskorunin er að færa þennan eiginleika inn í byggingariðnaðinn og fullvinna útfærslur sem gera það mögulegt að nýta hana á raunhæfan hátt. Með þessu vinnst margt í byggingu íbúðarhúsnæðis. Framleiðsla byggingareininga getur farið fram á staðlaðan hátt í vernduðu umhverfi innanhúss. Samsetning eininga á byggingarstað tekur skamman tíma og viðbætur við húsnæði verða auðveldar.

Umsókn um alþjóðlegt einkaleyfi var send út með aðstoð Árnason Faktor í upphafi árs 2021 og nú hefur verið sótt um einkaleyfi í Evrópu, Bandaríkjunum, Kína og Úkraínu. (Patent pending).

Hagnýtingargildi og mikilvægi

Reikna má með að samfélagsleg áhrif gætu orðið hvað mest í hinum dreifðu byggðum. Ekki einungis vegna þess að með innleiðingu aðferðarinnar er auðveldara að byggja nýtt húsnæði á fáförnum stöðum, heldur líka hitt að óhætt er að fjárfesta á svæðum með lægra markaðsverði því mögulegt er að hluta húsið sundur og færa á annan stað ef svo ber undir.

Húsbyggingaraðferð sem byggist á stöðluðum rýmiseiningum, sem raða má saman að vild er hins vegar nýlunda sem þetta verkefni byggist á. Hliðstæðan við Lego kubba er augljós. Þeir eru yfirleitt með tveim tökkum á skammhlið, en á langhliðinni eru tveir, fjórir eða jafnvel sex eða fleiri takkar. Það er sama hvernig kubb er snúið, hann passar alltaf við hliðina á eða ofan á aðra kubba. Áskorunin er að færa þennan eiginleika inn í byggingariðnaðinn og fullvinna útfærslur sem gera það mögulegt að nýta hana á raunhæfan hátt. Með þessu vinnst margt í byggingu íbúðarhúsnæðis. Framleiðsla byggingareininga getur farið fram á staðlaðan hátt í vernduðu umhverfi innanhúss. Samsetning eininga á byggingarstað tekur skamman tíma og viðbætur við húsnæði verða auðveldar. Jafnframt verður tiltölulega auðvelt að fjarlægja húsbygginguna og flytja á nýjan stað eða selja öðrum til endurnýtingar. Ef nægilegur fjöldi húseininga hefur verið framleiddur getur myndast eftirmarkaður fyrir lausar húseiningar